miðvikudagur, júní 20, 2007

Skrif loksins

Ég er á leiðinni til London eldsnemma í fyrramálið! Hitta hana Evu vinkonu. Þetta verður nú stutt ferð, enda kem ég aftur á sunnudagskvöldið... sem fær mig til að spá í afhverju segir maður ekki sunnukvöld í staðinn fyrir sunnudagskvöld. Mánukvöld, þriðjukvöld... o.s.frv. Allavegna.

Aðrar góðar fréttir eru þær að þegar ég kem heim frá London þá eru bara 3 vinnuvikur eftir þar til sumarfríið mitt byrjar. Það verður nú yndislegt að vera í fríi sem mun vara í heilar þrjár vikur!!


Enn aðrar góðar fréttir... já ég get ekki hætt! er að ég og Brandur erum að fara að flytja til Falmouth í byrjun september. Brandur er að fara í skiptinám og ég ætla að fylgja með. Þetta er rosalega fallegur bær í suðvestasta hluta Englands, sviðaður á stærð og Akureyri :)

Nóg að gera hjá Jonný!


laugardagur, mars 10, 2007

Hef nú ekki farið til margra landa...


Evrópa er samt öll að koma til!





sunnudagur, nóvember 19, 2006

Stopp í bili...

sunnudagur, október 29, 2006

PESTIN MÆTT

Auðvitað þurfti ég að ná mér í pestina! Úfff hvað er leiðinlegt að vera veikur - sérstaklega þegar að ástmaðurinn er í útlöndum :( Brandur fór til Parísar í gærmorgun og verður í viku. Þannig að ég og Nóra kúrum bara endalaust uppí rúmi. Sigrún systir var svo góð að fara fyrir mig í Bónus og kaupa fyrir mig mjólk, ávexti og sitthvað fleira - takk aftur Sigrún mín!
Ég var að enda við að horfa á Lost Highway eftir David Lynch - mjög góð mynd og mjög spes - ætli maður þurfi ekki að horfa á hana aftur fljótlega til að skilja hana betur, ekki að þetta sé mynd sem er til þess gerð að skilja... Kannski hann Brandur minn rabbi við mig um myndina þegar hann kemur heim - enda á hann dvd eintakið ;) Annars er ég að spá í að kúpla mig út úr heilmiklum heilabrotum og setja Notting Hill í tækið - hún er nú frekar auðveld haha
Svo voru þau Tulla og Jónas að eignast frumburðinn sinn! Heilbrigður og myndarlegur drengur kom í heiminn þann 26.10.2006 (flott dagseting!) - Innilega til hamingju með það kæru vinir!! Hlakka nú pínu til að fá að heimsækja litlu fjölskylduna, en það verður nú ekki gert fyrr en ég er orðin 150% góð :)

mánudagur, október 09, 2006

Fréttir af Glóu

Þá er október bara kominn á ágætis skrið. Búin að fastráða mig hjá Landsbankanum þannig að maður hangir þar víst eitthvað lengur ;)
Berlínarferð mín, Sigrúnar og Siggu er eftir 4 daga! Kominn smá tilhlökkun. Brottför er semsagt 13.okt kl. 15:20 þannig það verður sko öllari á vellinum. Svo komum við heim um kl. 23 mánudaginn 16.okt. Úfff ég þarf að verlsa svoooo mikið - vona að ég tapi mér ekki híhí
Alda, Siggi og litla sæt eru síðan flutt til Stykkishólms :( ekkert voða gaman að hafa þau svona langt í burtu, en vonandi fæ ég að fljóta með Sigrúnu sys eða mömmu og pabba þegar þau heimsækja þau.
Svo var æskuvinkona mín hún Bylgja að flytja til Frakklands... náði nú ekki að kveðja hana eins og ég vildi... er frekar leið yfir því. Er að spá í að leggjast í gamaldags póstfíling og senda henni bréf - um leið og ég næli mér í heimilisfangið!

laugardagur, september 30, 2006

Myndir komnar!

Þá eru komnar myndir af Litlu sæt: http://www.barnanet.is/sigurdardottir/?sida=forsida
Alda mín orðin mamma - jahérna hér ;)
Og Siggi orðinn pabbi :)
Dúllukrútt Sigurðardóttir
Æ hvað maður er lítill

...og svo að sjálfsögðu ég og Brandur með litlu skvís :þ


fimmtudagur, september 28, 2006

Litla sæt komin í heiminn!

Alda systir eignaðist litla stúlku í morgun :)
Fæðingardagurinn 28.09.´06 - Ohh ég er svooo stolt frænka!
Litla sæt er 12 merkur og 48 cm, er með spékoppa og dökkann hárlubba.
Innilega til hamingju elsku Alda og Siggi!